Red velvet kaka

Red velvet kaka
(1)

300 g sykur

115 g smjör

2 egg

2 tsk vanilludropar

2 msk kakó

2 msk rauður matarlitur

1 tsk salt

1 tsk matarsódi

320 g hveiti

235 ml súrmjólk

1 tsk edik

Hita ofninn í 175°c. Þeyta saman sykur og smjör og bæta síðan eggjum við, einu í einu. Setja vanilludropa saman við.

Banda í sér skál saman kakói og matarlit. Setja út í smjörblönduna ásamt ediki og þurrefnum.

Passar í þrjú kringlótt 20 cm álform.

Bakað við 20-25 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er á kökuna kemur hreinn út.

Kakan er látin kólna og síðan er hægt að setja rjómaostakrem á hana og jafnvel rautt skraut eða ber til að skreyta kökuna.

Rjómaostakrem:

200 g dós rjómaostur

300-400 g flórsykur

50-100 g smjör

1 tsk vanilludropar