Satay spaghetti squash núðlur

Satay spaghetti squash núðlur

Í þennan rétt notaði ég spaghetti squash í staðinn fyrir núðlur.

Spaghetti squash er grasker sem lítur svipað út eins og spaghetti eða núðlur eftir að það er bakað. Gott er að taka graskerið og skera það í tvennt endilangt, skófla fræjunum úr og pensla síðan sárið með smávegis olíu, salti og pipar. Graskerið er bakað í 50 mín við 200°c, snúið sárinu niður. Látið kólna og síðan er gaffall notaður til að skafa kjötið úr hýðinu. Þá kemur það út eins og spaghetti. Geymist í kæli í nokkra daga og tilvalið í allskyns pasta og núðlurétti.

1 msk jarðhnetuolía

smávegis rifinn engifer

2 lauf rifinn hvítlaukur

1/2 teningur grænmetis- eða kjúklingakraftur

1-2 dl vatn, eða eftir þöfum

2 msk hnetusmjör

skvetta sriracha sósa

chiliflögur

1-2 msk sojasósa

1/2 poki frosin grænmetis-wok blanda

1/4 bakað og tætt niður spaghetti squash grasker

1-2 msk ristaðar salthnetur

Byrja á því að hita olíuna á pönnu og rífa engifer og hvítlauk útá. Bæta við grænmetiskraft og smávegis af vatni. Hnetusmjör ásamt soja, sriracha og pipar- og smá vatn ef þarf.

Bæta síðan við frosnu grænmeti og hita í örfáar mínútur. Þegar grænmetið er orðið heitt í gegn má bæta graskers "núðlunum" út á pönnuna og hita í 2-3 mínútur.

Toppa með nokkrum ristuðum hnetum þegar borið er fram.