Skólabrauð, norskar vanillubollur

Skólabrauð, norskar vanillubollur

10 stk

375 g hveiti

200 ml mjólk

2 tsk þurrger

1,5 msk sykur

1 tsk st. kardimommur

1/2 tsk salt

2 msk smjör

1 stk egg

1/4 skammtur Vanillubúðingur:

2 eggjarauður

20 g maizena

1/4 vanillustöng

45 g sykur

190 ml mjólk

60 ml rjómi

Flórsykur

Vatn

Kókosmjöl

Byrjið á að leysa upp sykur og ger í ylvolgri mjólk. Leyfið gerinu að standa og freyða í 10 mínútur áður en hveiti, malaðar kardimommur, salt, brætt smjör og egg er bætt samanvið.

Hnoðið deigið vel saman og látið síðan hefast í 40 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð.

Skiptið deiginu í 10 kúlur. Setjið kúlurnar á bökunarpappír og búið til skál úr hverri kúlu með því að þrýsta á miðju deigisins með glasi eða fingrunum.

Leyfið deigskálumum að hefast í 30 mínútur og fyllið síðan hverja deigskál með vanillubúðing.

Bakið bollurnar í 180°c í 15-18 mínútur.

Leyfið bollunum að kólna og útbúið örlítinn glassúr til að pensla bollurnar með og stráið kókosmjöli yfir.