Snúðakaka

Snúðakaka
(1)

Kakan:

1 egg

1/2 dl brætt smjör

1 dl sykur

1 tsk vanilludropar

1/4 tsk salt

2 tsk lyftiduft

1 1/2 dl mjólk

1 dl heilhveiti

2 1/2 dl hveiti

Snúðablanda:

1 dl brætt smjör

1 dl púðursykur

1 msk hveiti

2 tsk kanill

Glassúr:

2 dl flórsykur

1-2 msk mjólk

1/2 tsk vanilludropar

Þessi uppskrift passar í tvö lítil (19 cm) kringlótt form eða eitt stórt (24 cm) form.

Allt sem á að fara í kökublönduna er hrært saman í kekkjalausa blöndu og sett í smurð form.

Þvínæst er snúðablöndunni blandað saman og dreift yfir kökublönduna áður en hún er bökuð. Hægt er að hræra snúðablöndunni við kökuna til að mynda marmaraáferð. Ég nota oft endann á skeið til þess að gera þetta og mynda spíral með skeiðinni.

Bakið kökuna í 25-30 mín við 180°c á blæstri.

Látið kökuna kólna aðeins og setjið síðan glassúr yfir kökurnar.