Spaghetti squash hakkbaka

Spaghetti squash hakkbaka
(1)

1/2 spaghetti squash, bakað og rifið niður

1 msk olía

1 laukur

2 stilkar sellerí

3 hvítlaukslauf

250-500 g nautahakk

1 dós hakkaðir tómatar

1 paprika

5 sveppir

salt og pipar

1 tsk oregano

1 tsk basil

1/4 tsk marjoram

1/4 tsk timjan

1/2 tsk cumin

100 rifinn ostur

Graskerið (Spaghetti squash) er skorið í tvennt, penslað með olíu, salti og pipar. Bakað í ofni við 200°c í 30-40 mínútur með sárið niður í ofnfatið. Látið garskerið kólna aðeins og losið síðan um þræðina í graskerinu með gaffli (lítur út eins og spaghetti).

Mýkið grænmeti í olíu á pönnu og brúnið hakkið. Bætið tómötunum út á pönnuna ásamt kryddum og látið hakkblönduna sjóða við vægan hita í 5-10 mínútur og setjið síðan í graskershýðið ásamt "spaghetti"þráðunum. Dreifið osti yfir og bakið þar til osturinn er bráðinn.