Súkkulaði- salthnetukökur

Súkkulaði- salthnetukökur
(2)

180 g hveiti

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

125 g mjúkt smjör

90 g sykur

100 g púðursykur

1 tsk vanilludropar

1 egg

150 g rjómasúkkulaði, saxað

100 g salthnetur, grófsaxaðar

Þeyta vel smjör, sykur, púðursykur og vanlludropa.

Bæta við eggjum og þeyta vel, sigta þurrefnin útí og hræra súkkulaði og hnetum saman við.

Deigið er frekar lint svo gott getur reynst að kæla deigið í 30 mínútur áður en það er sett í toppa með skeið á bökunarpappír.

Baka í 6-10 mín við 180 °c þar til kökurnar eru rétt ljósar í kantana.

Athugasemdir

  • 11/30/2020 10:34:26 AM

    Sigrún

    Þetta eru bestu smákökur sem ég hef smakkað