Súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökur
(1)

100 g smjörlíki

1/2 bolli sykur

1/2 bolli púðursykur

1 egg 70

1 1/2 bolli hveiti

1 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

1/2 bolli kókosmjöl

100 g súkkulaði

Smjörlíki, púðursykur og sykur hrært vel saman.

Allt annað hráefni er sett út í hrærivélaskálina og hnoðað saman.

Ef deigið er þurrt má bæta örlítilli möndlumjólk saman við deigið.

Kælið deigið í kæliskáp í a.m.k. klukkustund áður en baksturinn hefst.

Búnar eru til litlar kúlur sem raðað er á bökunarpappír.

Bakið við 200°c í 5-8 mínútur eða þar til kökurnar eru farnar að taka smá lit í köntunum.

Kælið á grind og geymið síðan í boxi.