Súkkulaðikaka fyrir ofnæmispésa

Súkkulaðikaka fyrir ofnæmispésa

Þessi hentar ofnæmispésum vel og er furðulega góð þrátt fyrir að innihalda hvorki egg né mjólk.

6 dl hveiti

5 dl sykur

6 msk kakó

2 tsk matarsódi

1 tsk salt

1 og 1/4 dl matarolía (125 g)

2 tsk vanilludropar

2 msk epla edik eða borðedik

4 dl vatn

Þessu er öllu hrært saman og bakað á 180°c. Ég sting alltaf í kökuna til að vita hvenær hún er tilbúin. En hún þarf engan rosalegan eldunartíma. Ég held að ég hafi bakað hana í 25-30 mín.

Það má alls ekki sleppa edikinu, því það hjálpar til við lyftingu í kökuna sem fengist annars úr eggjum.

Krem:

100 g smjörlíki

200-300 g flórsykri

1-2 msk kakó

1-3 msk uppáhelltu kaffi

Þeytt saman, kaffið er notað til að þynna kremið þar til réttri áferð er náð.