Súkkulaðismákökur

Súkkulaðismákökur
(2)

130 g hveiti

50 g kakó

1/4 tsk salt

60 g smjörlíki

100 g sykur

100 g púðursykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

Byrjið á að blanda saman hveiti, kakó og salti.

í annarri skál á að vinna vel saman smjör, sykur og púðursykur. Bætið eggi og vanilludropa út í og þeytið aðeins í viðbót. Blandið þvínæst þurrefnum saman við og kælið deigið í a.m.k. klukkustund.

Takið klípu af deigi, á stærð við matskeið, og rúllið upp í kúlu.

Veltið hverri kúlu upp úr flórsykri og bakið á bökunarpappír við 175°c í 10 mínútur.

Kökurnar eiga að vera svolítið linar á meðan þær eru ný bakaðar, þær stífna aðeins þegar þær kólna.