Súrsætur kjúklingur með ananas í air fryer

Súrsætur kjúklingur með ananas í air fryer

1 bakki kjúklingabringur, skorin í munnbitastærð

6 msk kartöflumjöl

klípa chinese 5 spice seasoning

salt og pipar

1 egg

2 msk mjólk

1 rauð paprika

1 græn paprika

1 gul paprika

1 dós ananasbitar, geymið safann

sósa:

120 g tómatsósa

2 msk eplaedik

2 msk púðursykur

4 msk ananassafi (úr dósinni)

1 msk sojasósa

1 lauf hvítlaukur, pressað

1/4 tsk engiferduft

Hitið airfryer í 180°c.

Byrjið á að skera paprikuna í bita og velta upp úr 1 tsk olíu. Bakið paprikuna í air fryer í 5 mínútur og setjið til hliðar.

Skerið kjúklinginn passlega bita. Veltið kjúklingnum upp úr eggjablöndu og kartöflumjöli til að hjúpa bitana. Steikið í air fryer þar til bitarnir eru fulleldaðir og farnir að brúnast.

Á meðan kjúklingurinn er eldaður má sjóða sósuna í potti í nokkrar mínútur þar til hún þykknar lítilllega. Anansbitunum er bætt út í sósuna ásamt steiktri paprikunni í lokin og hitað að suðu.

Til að hjúpa fulleldaðan kjúklinginn er einfaldast að setja kjúklinginn í stóra skál og hella sósunni yfir. Hrærið öllu varlega saman með sleikju til að ná að hjúpa kjúklinginn í sósunni.

Berið fram með soðun hrísgrjónum.