Sushigrjón

Sushigrjón

500 g grjón skoluð vandlega

660 ml vatn

Látið suðuna koma upp og leyfið að sjóða við lágan hita í 10 mínútur undir loki.

Slökkva undir pottinum og látið standa með lokinu í 15-20 mínútur til viðbótar.

Einnig er hægt að nota hrísgrjónapott en þá eru grjónin skoluð og síðan er 500 ml af vatni sett í pottinn ásamt grjónunum.

Takið grjónin og setjið yfir í stórt fat (t.d. ofnfat) og dreifið úr grjónunum til að láta þau kólna.

Á meðan gjónin eru enn heit á að hella eftirfarandi edikblöndu yfir grjónin:

3 msk hrísgrjónaedik

1 msk mirin hrísgjónavín

3 tsk sykur

1 tsk salt

Þegar grjónin hafa náða að kólna alveg má byrja að setja saman sushi með þeirri fyllingu sem er í uppáhaldi.