Trönuberjasósa

Trönuberjasósa
(1)

1 msk matarolía

250 g trönuber

2 tsk nýrifið engifer

250 ml þurrt rauðvín

75 g sykur eða eftir smekk

1/2 tsk garam masala

1/2 tsk kínversk fimmkorna blanda

nýmalaður pipar og salt

Hitið olíu í potti og látið ber og engifer krauma i potti í nokkrar mínútur við meðalhita eða þar til berin eru farin að springa. Hrærið víninu og sykrinum samanvið og látið malla í 10 mínútur. Setjið kryddin útí og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót. Bragðbætið með pipar og sykri ef þarf. Má bera fram heita eða kalda.