Ungversk gúllassúpa

Ungversk gúllassúpa
(1)

400 g gúllas

1 laukur

1 paprika

2 stórar gulrætur

2 hvítlaukslauf

1 stór kartafla (um 200 g)

1 dós tómatar

25 g tómatpúrra

1 tsk meiran

1 msk ungversk paprika

1 tsk kóríander

1-2 tsk kúmenfræ

kjötkraftur og 750 ml vatn

Skera grænmetið í litla bita. Brúna kjötið og mýkja laukinn í potti. Rífa eða pressa hvítlaukinn út í og bæta öllu hinu útí nema gulrót og kartöflu. Sjóða í 2-3 klst. Bæta kartöflu og gulrótum samanvið og sjóða í 30 mín í viðbót.

Einnig er hægt að nota slowcooker en þá þarf að loka kjötinu og síðan má sjóða súpuna á high í 8 klst.

Athugasemdir

  • 3/8/2021 10:29:10 AM

    Anna S

    Þetta er besta gúllassúpa sem ég hef smakkað. Ætla að gera tvöfalt magn næst.