Vanillu fudge karamellur

Vanillu fudge karamellur

1 peli rjómi

80 ml nýmjólk

80 g smjör

300 g sykur

75 g púðursykur

1 tsk vanilludropar

Byrjið á að setja smjörpappír í bökunarform og smyrjið með örlitlu smjöri.

Fyrir þessa uppsprift er gott að hafa digital hitamæli eða sykur mæli ætlaðan í sælgætisgerð.

Byrjið á að setja smjör, rjóma og mjólk í pott ásamt sykri og púðursykri.

Hitið blönduna við miðlungs hita þar til smjörið hefur bráðnað.

Hrærið stöðugt í blöndunni þar til hún hefur náð 116°c. Takið pottinn af hitanum og leyfið að standa í nokkrar mínútur áður en vanilludropunum er hrært saman við þegar karamellan er komin niður fyrir 110°c.

Þá er komið að handavinnunni. Hrærið vel og lengi í blöndunni þar til hún nær þykkri og mattri áferð (minnir svolítið á smjörkrem í þurrari kantinum). Hellið síðan í smurða formið og sléttið úr henni með sleikju.

Leyfið karamellunni að storkna í 2-3 klst áður en hún er tekin úr forminu og skorin í passlega bita.

Geymið í loftþéttu boxi. Geymsluþolið er meira ef karamellan er geymd í kæli.