Vindaloo kjúklingur

Vindaloo kjúklingur
(1)

2 tsk heil cuminfræ

1 tsk svört piparkorn

1 tsk kardimommufræ

1 1/2 tsk svört sinnepsfræ

1 tsk bukksmárafræ (fenugreekseeds)

5 msk hvítvínsedik

1 1/2 tsk salt

1 tsk ljós púðursykur

5 msk olía

2 miðlungs laukar

300 ml kjötsoð (vatn með súputening)

800 g kjúklingakjöt skorið í bita

2,5 cm kubbur engifer

1 lítill hvítlaukur

1-3 tsk chilliduft

1 1/2 tsk kanill

1 msk malaður kóríander

1/2 tsk malað turmeric

Cumin, pipar, kardimommur, sinnepsfræ og bukksmári malaður saman í mortéli (eða kaffikvörn) og síðan blandað saman við chili, kanil, salt, sykur og edik.

Mauka engifer og hvítlauk saman í matvinnsluvél og taka síðan frá þar til síðar.

Hita olíuna á pönnu og steikja þunnt skorinn laukinn þar til hann verður brúnn og stökkur, hræra oft (Mikilvægt að hann brenni ekki). Laukurinn veiddur upp úr olíunni og maukaður í matvinnsluvél með 2-3 msk af vatni. Blanda við kryddblönduna.

Steikja kjötið í olíunni og taka það síðan frá.

Að lokum er engifer/hvítlauksmaukið steikt í olíunni og kryddað til með turmeric og kóríander. Kjöti, kryddmauki og soði bætt saman við og látið malla í eina klukkustund.

Gott með hrísgrjónum og naanbrauði.