Gerbollur fyrir bolludag

Gerbollur fyrir bolludag

1 1/2 tsk þurrger

50 g sykur

180 ml mjólk

50 g brætt smjör

1/2 tsk kardimommudropar

300 g hveiti

Leysið gerið og sykurinn upp í volgri mjólkinni og látið standa í nokkrar mínútur til að greið nái að freyða. Bætið við hveiti, smjöri og kardimommudropum og hnoðið deigið. Leyfið deiginu að hefast í 30-60 mínútur á volgum stað áður en unnið er meira með deigið.

Skiptið deginu í 10 jafna hluta og mótið kúlur. Setjið á bökunarpappír og leyfið bollunum að hefast aftur í 30 mínútur áður en þær eru bakaðar við 200°c í 10-15 mínútur.

Dýfið bollunum í brætt súkkulaði og fyllið með uppáhalds sultunni og þeyttum rjóma.