Oreo fudge

Oreo fudge

175 ml niðursoðin mjólk, ósæt (condensed milk)

550 g syku

175 g smjör

200 g marshmallow fluff

350 g hvítt súkkulaði, saxað gróft

1 tsk vanilludropar

14 stk Oreo kexkökur

Hitið smjörið í potti og bætið sykri og niðursoðinni mjólk út í pottinn. Hitið upp að suðu og hrærið rösklega í pottinum á meðan. Leyfið blöndunni að sjóða í 2-3 mínútur og takið síðan af hitanum.

Bætið hvítu súkkulaði, vanilludropum og marshmallow fluff út í pottinn og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað saman við.

Saxið oreo kexið gróft og setjið bitana út í súkkulaði blönduna (reynið að sleppa fíngerðri mylsnunni úr kexinu annars er hætt við að komi grár tónn í fudge blönduna).

Hellið blöndunni í bökunarpappírsklætt form og setjið í kæli í nokkrar klukkustundir til að leyfa blöndunni að stífna.

Skerið í bita og reynið að borða ekki of mikið í einu.