Léttari skólastjórasúpa

Léttari skólastjórasúpa

Mig langaði að gera þessa góðu súpu svolítið hollari og sleppi því bæði rjómanum og heinz chili sósunni sem mér finnst einfaldlega ekki góð.

2-3 kjúklingabringur steiktar með salti og pipar

180 g Philadelphia light rjómaostur (lítil dós)

250 ml passata

1 tsk sriracha piparsósa

1 tsk olía

1-2 púrrulaukar sneiddir fínt

1-2 rauðar paprikur

lítill haus blómkál

lítið búnt spergilkál

1 teningur grænmetiskraftur

1 l vatn

2 gulrætur

1 msk karrí,

1 tsk mexican chili

smávegis cayenne pipar

Skera grænmetið smátt. Mýkja fyrst púrrulaukinn í olíu og bæta síðan vatni, passata, rjómaosti, grænmetiskrafti, steiktum kjúkling, grænmeti og kryddunum útí. Láta sjóða í 20 mínútur við vægan hita eða þar til grænmetið er soðið.