Amerískir kanilsnúðar

Amerískir kanilsnúðar
(3)

Snúðadeig:

120 ml volg mjólk

1 egg

35 g bráðið smjörlíki

310 g hveiti

1/2 tsk salt

50 g sykur

1 tsk ger

Fylling í snúðana : 80 g púðursykur + 1/2 msk kanill + 40 g mjúkt smjör

Kremið:

40 g rjómaostur

25 g mjúkt smjör

100 g flórsykur

1/2 tsk vanilludropar

1/4 tsk salt

Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman.

Láta deigið hefast í 40 mín. Fletja út í ferning og leyfa því að jafna sig í 10 mín.

Bræða smjörið, setja það í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir deigið.

Rúlla deiginu upp og skipta í 6 snúða. Setja á bökunarpappírsklædda plötu og láta hefast í 30 mín. Baka við 200° c í 12-18 mín.

Láta snúðana kólna vel og smyrja síðan kreminu á þá.