Appelsínukaka

Appelsínukaka
(1)

125 g hveiti

100 g sykur

1 egg

2 msk nýkreistur appelsínusafi

rifinn börkur af einni appelsínu

100 g mjúkt smjörlíki

1/2 tsk lyftiduft

1/8 tsk salt

Smjör og sykur þeytt saman. Eggi bætt útí á meðan deigið er þeytt, þurrefnum blandað varlega saman við með sleif. Bakað við 180°c í 30 mín. Leyfið kökunni að kólna áður en kremið er sett á hana.

Krem:

2 dl flórsykur (100 g)

1-3 msk appelsínusafi

30-40 g mjúkt smjörlíki

smávegis rifinn appelsínubörkur

Þunn appelsínusneið til skrauts