Awesome sauce (BBQ sósa)
BBQ sósa er ekki bara BBQ sósa. Sósurnar í Kansas eru frekar sætar en í Texas eru þær sterkari. Þessi BBQ sósa er ættuð frá Suður Karólínu og er svolítið sæt og með þónokkrum sinnepskeim.
1 bolli passata
1/2 bolli dökkt agave síróp
1/4 bolli eplaedik
1/4 bolli spicy brown mustard
2 msk worchestershiresósa
1 msk hvítlaukssalt
1 msk paprika eða 1 msk smoked paprika
1/2 msk möluð sinnepsfræ
1/2 msk laukduft
1 lárviðarlauf
1 msk franks red hot sósa
Öllu blandað saman í potti og látið sjóða í 10 mínútur. Þetta geymist i kæli í viku.
Ég prófaði að baka grísarif í ofninum með þessari sósu og það kom ótrúlega vel út. Rifin voru látin marinerast yfir nótt með sósunni og vafin í álpappír og síðan bökuð við lágan hita (150°c) í ofni í 2,5 klst. Síðan skelltum við þeim á grillið örsnöggt og pensluðum með meiri BBQ sósu til að fá klístruð og girnileg rif.