Bakaður möndlu grjónagrautur
2 dl stutt hrísgrjón td Arborio grjón (200 g)
1,4 l möndlumjólk
3 msk sykur
0,5 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
smá smjörklípa (1 tsk)
1 dl rúsinur (70 g)
Smyrja ofnfat með smjöri. Blanda saman öllum innihaldsefnum og setja nokkrar litlar smjörklípur yfir.
Láta í 160°c heitan ofn og baka í 2,5 - 3 klst.
Kíkja á grautinn eftir 2,5 klst og meta hvort grauturinn sé orðinn nógu þykkur.
Ef hann er of þunnur þarf að baka hann aðeins lengur.
Við baksturinn myndast filma yfir grautinn en það er smekksatriði hvort fólk vilji fletta filmunni af eða hræra saman við grautinn.