Bang bang kjúklingasalat

Bang bang kjúklingasalat
(2)

2 bringur skornar í 9 bita hver

1 egg

2 ristaðar brauðsneiðar án skorpu

1 tsk italian herbs

1/4 tsk laukduft

1/8 tsk hvítlausduft

smá klípa paprikuduft

salt og pipar

Romaine salat

rauðkál

sósa:

1 msk thai sweet chili sósa

1 msk léttmajones

smá skvetta sriracha sósa

1 msk fínt saxaður vorlaukur

Hita ofninn í 220°c

Slá egg saman með salti op piar.

Velta kjúklingabitunum upp úr eggjablöndu.

Rífa brauðið í minihakkara og krydda með lauk, hvítlauk og italian herbs.

Velta kjúklingabitunum uppúr brauðblöndunni og setja á bökunarplötu.

Baka í 20-25 mín. Snúa bitunum eftir 15 mín.

Skera romaine og rauðkálið fínt og raða bökuðum kjúklingnum yfir salatið. Sósan er sett yfir kjúkinginn.