Battenberg kaka
120 g sykur
120 g mjúkt smjör
2 egg
1/2 tsk vanilludropar
1/4 tsk möndludropar
1 tsk lyftiduft
100 g hveiti
50 g möndlumjöl
2 msk mjólk
nokkrir dropar matarlitur
1-2 dl apríkósusulta
1-2 msk heitt vatn
200 g marsipan
örlítill flórsykur
Stillið ofninn á 170°c.
Byrjið á að vinna saman smjör og sykur. Bætið eggjunum út í ásamt mjólk, vanillu- og möndludropum.
Sigtið þurrefnin út í og hrærið saman. Skiptið deiginu jafnt í tvær skálar og setjið nokkra dropa af rauðum eða bleikum matarlit í aðra skálina til að fá bleikt deig. Einnig má setja örlítið af gulum matarlit í hina skálina en það er ekki nauðsynlegt.
Smyrjið 15 cm ferkantað kökuform og skiptið því í tvö hólf með því að búa til einskonar vegg í miðju formsins með álpappír.
Hellið ljósa deiginu í annað hólfið og bleika deiginu í hitt hólfið.
Bakið kökurnar í u.þ.b. 20 mínútur. Leyfið kökunum að kólna á grind.
Þegar kökurnar hafa kólnað má skera þær. Byrjið á að leggja báða helmingana saman og skerið svo þeir séu báðir jafn stórir. Skerið kökurnar í tvennt endilangt svo úr verði tveir bleikir og tveir ljósir ílangir kökurenningar.
Hrærið heitu vatni saman við apríkósusultuna.
Fletjið út marsipanið á flórsykurstráðu borði.
Leggið nú einn bleikan og einn ljósan kökurenning á marsipanið (smyrjið smá sultu á milli).
Smyrjið sultu yfir kökurenningana og leggið nú annan bleikan renning yfir þann gula og seinni bleika hlutann yfir þann gula. Smyrjið með sultu og vefjið síðan marsipaninu þétt upp að kökunni. Skerið frá marsipanið sem skarast svo alls staðar sé jafn þykkt marsipan. Leggið kökuna með marsipan sauminn niður á kökudisk og skerið endana af kökunni til að fá hreinan skurð og mynstrið sjáist.