Big Mac copycat

Big Mac copycat

Þessi uppskrift er fyrir fjóra borgara:

Hamborgarasósa (best að gera þessa daginn áður)

140 g létt majones

1 msk gult sinnep (French's)

2 msk sweet pickle relish

1 msk fínt saxaður laukur

1/2 tsk borðedik

1/4 tsk paprika

1/8 tsk hvítlauksduft

1/8 tsk laukduft

1/2 tsk sykur

sellerísalt á hnífsoddi

Öllu blandað saman og geymt í kæli nokkrar klukkustundir fyrir notkun eða jafnvel daginn áður ef hægt er.

Annað trix er að skera laukinn sem á að vera settur á hamborgarann snemma og láta hann standa í svolitla stund til að láta hann verða bragðmildari. Jafnvel hægt að skera hann á sama tíma og sósan er útbúin og geyma í loftþéttu boxi í kæli þar til hann er notaður.

Önnur hráefni:

480 g nautahakk

6 hamborgarabrauð

4 sneiðar ostur (þessi appelsínuguli)

fínt sneitt jöklasalat

fínt saxaður laukur

Byrjið á að skipta hakkinu upp í 8 kúlur og fletjið út í buff á bökunarpappír.

Skerið toppinn af tveimur brauðunum til að fá "miðju brauð" en botnarnir úr þeim eru notaðir í miðbrauðin í hina tvo borgarana.

Skerið niður jöklasalatið í mjög þunna strimla og fínsaxið laukinn.

Hitið pönnu og kryddið hamborgarabuffin með salti og svörtum pipar.

Steikið hamborgarabuffin og setjið hamborgarana saman í þessari röð:

  • botnbrauð

  • hamborgarasósa

  • laukur

  • kál

  • ostur

  • kjöt

  • miðjubrauð

  • hamborgarasósa

  • laukur

  • kál

  • súrar gúrkur

  • kjöt

  • topp brauð (með sesam)