Bleik egg

Bleik egg

1 stk rauðrófa

500 ml vatn

200 ml eplaedik

1 msk sykur

1/2 msk maldon salt

6 stk harðsoðin egg

Byrjið á að útbúa bleika pækilinn.

Flysjið og skerið rauðrófuna í bita.

Setjið helminginn af vatninu í pott ásamt rauðrófubitunum. Sjóðið við vægan hita í 15-20 mínútur.

Bætið við edikinu, salti og sykri. Leyfið blöndunni að sjóða í 1-2 mínútur til viðbótar.

Sigtið rauðrófuna frá vökvanum og hendið rauðrófunni. Bætið við restinni af vatninu og látið pækininn kólna niður í stofuhita.

Takið skurn af eggjunum og setjið í krukku. Hellið pæklinum yfir eggin og setjið í kæli. Leyfið eggjunum að standa í pæklinum í að minnsta kosti 12 klukkustundir til að eggin nái að draga í sig litinn úr pæklinum.