Borsch (rauðrófusúpa)
2,5 l vatn
1 teningur nautakraftur
1/4-1/2 lítill haus hvítkál
2-3 stórar kartöflur
1 gulrót
1/2-1 lítil rauðrófa
1 lítill laukur
1 lárviðarlauf
salt og pipar eftir smekk
1 msk sítrónusafi
1 msk tómatpúrra
2-3 hvítlaukslauf
1-2 tsk ferskt dill
dós hvítar baunir
sýrður rjómi til að toppa súpuna
Laukurinn er saxaður smátt ásamt hvítkáli. Rauðrófa, gulrót og hvítlaukur er rifinn. Kartöflurnar skornar í litla bita.
Byrja á að sjóða kartöflur í nautasoði en mýkja rauðrófu, hvítlauk og lauk í olíu á pönnu á meðan.
Þegar kartöflurnar eru að verða soðnar er hvítkálinu bætt útí og soðið í nokkrar mínútur. Steiktu grænmeti bætt út í pottinn ásamt salti, pipar, tómarpúrru, lárviðarlaufi og sítrónusafa. Sjóðið í 20 mínútur við vægan hita.
Á síðustu 5 mínútunum eru baunum og dilli bætt útí súpuna