Buldak kjúklingur
Þessi uppskrift getur fælt marga frá þegar litið er á magnið af chili dufti sem notað er í sósuna en raunin er sú að rétturinn er alls ekki það sterkur. Kóreska chiliduftið sem notað er í réttinn heitir Gochuragu og er milt og nánast með ávaxtakeim fremur en að vera sterkt og ef fólk er lítð fyrir stekan mat er ein matskeið af gochujang chili maukinu nóg. Mozzarella osturinn er einkennileg viðbót sem var ekki upprunalega í uppskriftinni en osturinn gefur milt og skemmtilegt bragð við þennan ágæta rétt.
4-5 kjúklingabringur skornar í bita
3 msk gochugaru (kóreskt chiliduft)
2 msk gochujang chili mauk
1 msk soja sósa
3 msk mirin hrísgrjónavín
2 msk púðursykur
1 msk ostrusósa
1 msk sesam olía
1 laukur, smátt saxður
4 lauf hvítlaukur, hakkaður
2 msk rifinn engifer
olía til steikingar
120 g mozzarella ostur, skorinn í sneiðar
Byrjið á að skera kjúklinginn í bita.
Hakkið hvítlaukinn og rífið niður engifer. Skerið laukinn smátt.
Blandið saman hráefnunum í sósuna og setjið lauk, hvítlauk og engifer samanvið. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og hrærið vel til að hjúpa allan kjúklinginnn vel í sósunni.
Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í nokkrar mínútur. Þegar kjúklingurinn er full eldaður má setja hann í ofnfat (nema pannan megi fara í ofn). Setjið mozzarella ostinn í sneiðum yfir réttinn og setjið síðan undir grillið í ofninum í nokkrar mínútur til að bræða ostinn.
Stráið sneiddum vorlauk og sesam fræjum yfir réttinn og berið fram með soðnum hrísgrjónum.