Chili con veggie
1 laukur skorinn
2 hvitlaukslauf, rifin
1 lítill vorlaukur sneiddur fínt
1 lítið rautt chili skorinn smátt
1 msk olía
1 msk malað cumin
1 msk malað kóríander
1 msk reykt paprika
½ tsk kanill eða ¼ stöng
1 msk oregano
½ stk múskat hneta rifin
1 msk tómatpúrra
125 g grænar linsubaunir
125 g rauðar linsubaunir
1 dós nýrnabaunir
1 dós svartbaunir
1 dós hakkaðir tómatar
600 ml grænmetissoð
Salt og pipar eftir smekk
Mýkja græmetið í olíunni og bæta siðan kryddum við og steikja í 2 mínútur í viðbót.
Láta tómatana, baunirnar og linsurnar útí ásamt soðinu og láta suðuna koma upp.
Lækka undir og láta malla við vægan hita í um það bil kukkustund eða þar til rétturinn er búinn að sjóða vel niður og þykkna hæfilega. Bera fram með grjónum eða sem fylling í bakaðar kartöflur. Gott að toppa með sýrðum rjóma og fersku lime.