Chili osta franskar
3-4 stk bökunarkartöflur skornar í franskar
1-2 tsk olía
salt og pipar
400 hakk
1 1/2 tsk cumin
1/2 tsk laukduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1 lítll laukur
1 jalapeño
2 hvítlauksrif
1 dós hakkaðir tómatar (má líka nota krukku af salsa)
1 tsk mexican chili
1/2 tsk paprika
skvetta af hot sauce
1/2 flaska dökkur bjór eða 3/4 bolli nautasoð
60 g rifinn cheddar eða maríbó ostur
tómatur, vorlaukur og jalapeño til að toppa
Bökunarkartöflur skornar í báta eða franskar. Sett í poka ásamt ólífuolíu, salti og pipar. Hrista pokann til að olían, saltið og piparinn nái að hjúpa kartöflurnar. Kartöflunum er hellt á bökunarpappísklædda plötu og bakað við 200°c í 30-45 mín.
Á meðan er hægt að brúna hakkið og bæta síðan jalapeño, lauk, hvítlauk og kryddum út á pönnuna og steikja í þar til laukurinn er mjúkur. Þá má bæta við tómötum, hot sauce og bjór. Láta sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur.
Þegar kartöflurnar eru full bakaðar er hakkblöndunni dreift yfir, þvínæst er osti dreift yfir og sett aftur inn í ofn til að bræða ostinn. Borið fram með smátt skornum tómat, vorlauk og ferskum jalapeño.