Djúpsteikur fiskur
4 flök hvítur fiskur, skorinn í 2-3 bita
2/3 bolli hveiti
4 tsk paprika
4 tsk hvítlauksduft
3/4 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
smá klípa cayenne pipar
1 egg
1/2-1 flaska bjór
Örlítið hveiti, salt og pipar fyrir fiskinn
Byrjið á það þerra fiskinn, salta og pipra örlítið og velta upp úr hveiti.
Í annarri skál er deigið útbúið með því að blanda saman 2/3 bolla hveiti, papriku, hvítlauk, salti, pipar og cayenne. Setjið eggið út í og smávegis af bjórnum. Hrærið vel saman og bætið bjórnum við smátt og smátt þar til úr verður þykkt, kekkjalaust deig. Deigið ætti að vera eins og þykkt vöffludeig.
Hveitihjúpaður fiskurinn er hjúpaður í deiginu og djúpsteiktur við 170°c í 6-8 mínútur.
Best er að láta steikta bitana á grind á meðan afgangurinn er steiktur. Fiskurinn ætti að haldast stökkur. Ef hann er geymdur á eldhúspappír er hætt við að hann verði mjúkur.
Berið fram með frönskum, sítrónubátum og tartarsósu.
Sósan:
1/2 dl majones
1/2 tsk dijon sinnep
4 grænar ólífur, fínt saxaðar
nokkrar sneiðar súrar gúrkur, fínt saxaðar
1/2 tsk kapers, saxað
Athugasemdir
-
12/28/2023 10:41:17 PM
Runar Valsson
Fyrirspurn er þetta djúpsteiktur fyskur í olíu eða er þetta eldað í Airfryer
-
12/31/2023 4:02:15 PM
Erla Steinunn
Sæll Rúnar Þessi uppskrift er fyrir hefdbundna djúpsteikingu. Èg hugsa ad hjúpurinn sé full blautur til ad hann virki í air fryer