Ekta danskt vínarbrauð

Ekta danskt vínarbrauð
(1)

Uppskriftin er fyrir tvær vínarbrauðslengjur.

120 ml mjólk

2 tsk þurrger

30 g sykur

40 g smjör

250 g hveiti

1 lítið egg

250 g kalt smjör

Fylling:

30 g marsipan

30 g sykur

30 g smjör

Byrjið á að leysa ger og sykur upp í ylvolgri mjólk og bræddu smjöri. Bætið við hveiti og eggi og hnoðið vel saman.

Leyfið deiginu að hefast í 40 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð.

Mýkið kalt smjörið með því að slá það á hveitistráðu borði með kökukefli þar til smjörið er að svipaðri áferð og deigið. Stráið hveiti yfir smjörið líka til að það festist ekki við kökukeflið.

Fletjið deigið út og setjið útflatt kalt smjörið í miðjuna á deiginu. Brettið deigið yfir smjörið og fletjið deigið aftur út í 1x3. Brotið saman í þrennt og flatt út þrisvar. Nú er deigið geymt í kæli í 30 mínútur.

Fletjið deigið aftur út og brjótið aftur saman í þrennt eins og áður (þrisvar). Kælið aftur i 30 mín.

Endurtakið í þriðju og síðastu umferðina að fletja og brjóta saman deigið (þrisvar).

Skiptið deiginu í tvennt og fletjið út í 30 x40 cm ferning.

Skerið deigið í tvennt langsum. Setjið fyllinguna eftir endilöngu miðju deiginu.

Brjótið endana yfir fyllinguna og þrýstið deiginu vel saman eftir miðjunni.

Einnig er hægt að setja fyllinguna í tveimur lengjum eftir deigendunum og brjóta deigið yfir og inn að miðju og setja vanillukrem í miðjuna.

Penslið deigið með eggjablöndu (1 egg og 1 msk mjólk eða vatn slegið saman). Stráið möndluflögum og grófum sykri yfir kantana.

Bakið vínarbrauðslengjurnar við 190°c í 25-30 mínútur.

Þegar vínarbrauðið hefur fengið að kólna má skreyta það með glassúr úr flórsykri og vatni.

Athugasemdir

 • 4/30/2024 1:31:34 PM

  Arnrún

  Á hve háan hita á að baka það og hve lengi?

 • 5/2/2024 3:10:22 PM

  Erla Steinunn

  Sæl Arnrún og kærar þakkir fyrir ábendinguna. 
  Ég er búin að laga þetta í uppskriftinni núna. 
  Það er alltaf vandræðalegt þegar maður birtir uppskriftir án þess að klára lýsinguna. 
  190°c í 25-30 mínútur eru passlegur tími. 
  Ef bakað er á blæstri þarf að lækka hitann í 180°c.