Enchiladas með kjúkling

Enchiladas með kjúkling
(1)

Kryddblandan:

1/2 msk hvítlauksduft

1 tsk laukduft

1 tsk salt

2 tsk cumin

1 tsk paprika

2 tsk mexican chiliduft

1/2 tsk oregano

örlítið af svörtum pipar

Sósan:

1 msk hveiti

1 msk bragðlítil olía

1 1/2 msk af kryddblöndunni

300 ml vatn

1/2 kubbur kjúklingakraftur

40 g tómatpúrra

Fylling:

3 kjúklingabringur

1 dós pintobaunir, skolaðar

1 dl maísbaunir

1 1/2 msk kryddblanda

1 pakki hveiti tortilla kökur (8 stk)

50-100 g rifinn ostur

1-2 stk vorlaukur, sneiddur

1 avocado

1 lime

Byrjið á að hita saman hveiti og olíu í potti ásamt helmingi kryddblöndunnar (1 1/2 msk). Þynnið út kryddmaukið með vatninu, bætt út í pottinn í smáum skömmtum til að mynda ekki kekki. Myljið kjúklingakraftinn út í pottinn og hrærið tómatpúrrunni saman við. Náið suðu upp í sósunni og lækkið þá hitann undir. Leyfið sósunni að sjóða við vægan hita í 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.

Á meðan er hægt að steikja kjúklinginn upp úr örlítilli olíu, bætið síðan við skoluðum pintobaunum og maís.

Setja smávegis af sósunni í botninn á ofnfati.

Deilið fyllingunni niður á tortillakökurnar og rúllið þeim upp.

Raðið upprúlluðum kökunum í botn ofnfatsins með sauminn niður. Setjið svolítið af sósunni yfir kökurnar og dreifið rifnum osti yfir.

Bakið við 200 °c þar til osturinn hefur bráðnað.

Þetta er frábært með sýrðum rjóma og vorlauk ásamt fersku guacamole eða avocado með lime safa.