Eplabrauð
1,5 bolli hveiti (210 g)
1,5 tsk kanill
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/4 bolli ólífuolía (50-55 g)
1/2 bolli sykur (100 g)
1/2 bolli púðursykur (90 g)
1 stk egg
1/4 tsk vanilludropar
1 bollar epli, skræld, kjarnahreinsuð og brytjuð.
1,5 msk eplamauk eða eplasafi
Hitið ofninn í 180°
Blandið saman í skál jurtaolíu, púðursykrinum, hvíta sykrinum, eggjunum, epli og vanillunni.Hrærið vel saman og hrærið svo saman við hveiti, kanil, matarsóda, lyftidufti og salti. Bætið við eplamaukinu. Hellið í brauðform. Munið að smyrja formið með smjöri áður.
Bakið í 40 - 45 mín eða þangað til brauðið hefur fengið fallegan lit.
Látið standa í 10 mín áður en þið fjarlægið brauðið úr forminu, kælið á grind.
Þetta er best volgt með smjöri.