Eplasvín með nípu- og kartöflu stöppu
250 g smátt skorinn eldað reykt svínakjöt, t.d. hamborgarhryggur
150 g laukur skorinn í litla bita
2 epli flysjuð og skorin í litla teninga
Steikið hamborgarhrygginn á pönnu og takið til hliðar þegar bitarnir eru farnir að taka örlítinn lit. Steikið þvínæst epli og lauk saman á pönnunni með örlítilli olíu þar til grænmetið er mjúkt. Bætið kjötinu aftur út á pönnuna og hitið það saman.
mús:
200 g kartöflur
500 g nípa (parsnip)
30 g smjör
salt, pipar og múskat
Flysjið og skerið kartöflur og nípur í hæfilega bita. Sjóðið þar til grænmetið er meyrt. Hella vatninu af og maukið ásamt smjöri og kryddum. Mér finnst best að nota töfrasprota til að fá mjúka áferð.