Fennel og gulrótarsúpa

Fennel og gulrótarsúpa

2 fennel hnýði

250 g gulrætur

1 rauðlaukur

2 hvítlauksrif

2 msk ólífuolía

smá salt og pipar

1 l vatn

2 teningar grænmetiskraftur

Flysja og skera grænmeti gróft. Setja grænmetið í ofnfat og dreifa olíu, salti og pipar yfir. Baka grænmetið í ofninum við 200°c í 30-40 mín eða þar til það er farið að brúnast.

Setja grænmetið í pott ásamt vatni og grænmetiskrafti og ná upp suðu. Ef gulræturnar eru ekki mjúkar í gegn þarf að sjóða aðeins lengur og síðan mauka með töfrasprota eða í matvinnsluvél.