Fiskisúpa
2 flök þéttur fiskur td langa eða tilapia
nokkrar stórar rækjur, skelflettar og hreinsaðar
1 lítið fennikuhnýði
2 gulrætur
1 laukur
1 lítill blaðlaukur
1 stilkur sellerí
2 tómatar
1 msk olía
1-2 tsk karrí
2 hvítkauksrif
350 ml hvítvín
70 g tómatpúrra
800 ml fiskisoð (teningur)
1 tsk timjan
salt og cayenne pipar
Hita karríið í potti í olíunni í 1-2 mín.
Bæta grænmetinu út í pottinn og leyfið því að mýkjast aðeins í olíunni.
Bætið að lokum hvítlauk og hvítvíni í pottinn og þegar suðan kemur upp má setja soðið ásamt kryddum og tómatpúrru.
Látið sjóða við vægan hita í 20 mín. Setjið fiskinn og rækjuna í pottinn og leyfið að sjóða í 2-3 mín áður en borið er fram.