Fljótlegt bauna burrito

Fljótlegt bauna burrito

1 dós pinto baunir

1 lítil krukka salasa sósa

1-2 msk burrito krydd

2 msk rjómaostur

1 pakki stórar tortilla kökur (6 stk)

Grænmeti í fyllingu td. kál, tómatar og gúrka.

Byrjið á því að skola baunirnar. Þurrsteikið baunirnar á pönnu og bætið salsasósu og kryddi út á. Þegar blandan er farin að krauma á pönnunni er slökkt undir og rjómaostinum er hrært saman við.

Þá er hægt að setja baunafyllinguna í miðjuna á hverritortilla köku, grænmeti sett yfir og rúllað upp.

Ef kakan vill ekki tolla upprúlluð er hægt að pakka henni í álpappír.

Þessi er fullkomin í nestisboxið.