Bananabrauðsmuffins
2 stk brúnir bananar, stappaðir
1/4 tsk vanilludropar
1 egg
20 g mjúkt smjörlíki
50 g sykur
50 g púðursykur
1 msk hlynsíróp
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk xanathan gum
1/8 tsk salt
1/4 tsk kanill
50 ml mjólk
50 g möndlumjöl
100 g glútenlaust hveiti
50 g glútenlaust haframjöl
1 dl pekan hnetur (má sleppa)
Byrjið á að forhita ofninn í 175°c. Þeytið saman sykur, púðursykur, egg og mjúkt smjörið. Stappið bananana vel saman og setjið út í skálina ásamt vanilludropum og hlynsíróp og hrærið aðeins saman. Hrærið að lokum þurrefnum og mjólk saman við.
Setjið blönduna í muffinsform og setjið pekanhnetu á hverja köku. Bakið í u.þ.b. 40 mín eða þar til prjónn sem stungið er í brauðið kemur hreinn út.