GF pizzasnúðar
60 ml volgt vatn
1 msk flórsykur
1 tsk þurrger
280 g Glútenlaust brauðhveiti
1/4 tsk salt
1 tsk Glútenlaust lyftiduft
1/4 tsk cream of tartar
2 egg
5 msk mjólk
Leysið gerið upp í vatni ásamt flórsykri. Látið blönduna freyða í 5 mínútur.
Í annarri skál má blanda saman þurrefnum og setja egg og gerblönduna út í ásamt mjólk. Hnoðið í nokkrar mínútur og leyfið deiginu síðan að hefast í u.þ.b. klukkustund.
Stráið örlitlu glútenfríu hveiti á borðið og fletjið deigið út.
Smyrjið pizzasósu og stráið mozzarella osti yfir deigið.
Rúllið deiginu upp og skerið í 9 sneiðar. Raðið sneiðunum í ofnfat og bakið við 180°c í 25-30 mínútur.