Glútenlaust bananabrauð
3 bananar, vel þroskaðir, stappaðir
75 g smjör eða smjörlíki, brætt
1 egg
100 g sykur
50 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk xanathan gum
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
200 g glútenfrítt hveiti
100 g haframjöl
Byrjið á að þeyta saman sykur og egg.
Bætið við smjöri og vanilludropum og þeytið aðeins áfram.
Blandið saman við stöppuðum banönum og þurrefnunum.
Setjið bökunarpappír í jólakökuform og hellið deiginu í formið.
Bakið við 175°c í 50-60 mínútur.