Gringas með BBQ kjúkling og ananas

Gringas með BBQ kjúkling og ananas
(2)

8 hveiti tortilla kökur

3 kjúklingabringur

salt og pipar

2-3 bollar grillaður ananas

200 g rifinn ostur

4 msk BBQ sósa

Jalapeño

Grillið ananasinn og skerið í bita. Grillið kjúklingabringurnar, kryddið til með salti og pipar.

Skerið kjúklinginn smátt eða tætið niður.

Dreifið osti, kjúkling, ananas og bbq sósu (og jalapeño ef fólk vill hafa þetta sterkt) á helming kökunnar og brjótið kökuna saman í hálmána.

Hitið þvínæst tortilla kökurnar á pönnu þar til osturinn bráðnar.

Skerið í 3 sneiðar og bera fram með auka grilluðum ananas, BBQ sósu og avocado eða guacamole.