Gulrótarkaka
2,5 bollar hveiti (350 g)
1 1/4 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1,5 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/8 tsk negull
1/2 tsk salt
3 bollar fínt rifnar gulrætur
1,5 bollar sykur (300 g)
1/2 bolli púðursykur (90 g)
4 stór egg
1,5 bolli grænmetisolía (360 ml)
1 tsk vanilludropar
Rífa gulrætur fínt og setja til hiðar. Hræra saman eggjum og sykri þangað til létt og ljóst. Hella olíunni þá hægt og rólega út í og láta hrærivélina ganga á meðan. Hella síðan blautu saman við þurrt, ásamt gulrótum, þangað til allar hveitirákir eru horfnar og bæta þá út í deigið vanilludropum.
Hella í bökunarform og baka við 175°c í 30 - 40 mín, eða þangað til prjónn, sem stungið er í kökuna miðja, kemur til baka hreinn.
Leyfa köku að kólna vel áður en kreminu er smurt á.
Krem (öllu hrært saman)
450 gr rjómaostur
140 gr. smjör
1 tsk vanilludropar
2,5 bollar flórsykur (300 g)
Ég bakaði kökuna í ofnskúffu og skar í tvennt til að gera kökuna tveggja hæða með kremi á milli. Svo er hægt að skreyta hana með rifnum gulrótum eða pekan hnetum