Hafrakex

Hafrakex

200 g haframjöl

150 g mjöl: hveiti og heilhveiti eða grahamsmjöl

70 g sykur

3/4 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

125 g smjörlíki, kalt

1/2 dl mjólk eða möndlumjólk

Hnoða deigið vel saman og fletja síðan út. Það er auðveldast að vinna með hluta af deiginu í einu og setja smá bökunarpappír ofaná deigið og fletja þannig út með kökukefli. Skera kökurnar út og nota þunnan spaða til að lyfta deiginu frá borðinu og yfir á bökunarplötuna.

Baka við 180°c í 15 mín.