Honeycomb karamella

Honeycomb karamella

Þessi kallast mörgum nöfnum en algengustu nöfnin eru Honeycomb, Cinder toffee eða Hokey pokey.

80 g sykur

50 g bökunarsíróp

1 tsk matarsódi

Hita saman sykur og síróp í potti.

Þegar sykurblandan nær 116 °c (og hægt er að myndar kúlu úr karamelludropa sem látinn er drjúpa í ískalt vatn) er potturinn tekinn af hitanum og er matarsódanum hrært rösklega samanvið.

Blöndunni er síðan strax hellt á bökunarpappír og látið kólna.

Setjið pottinn strax undir heitt vatn til að auðveldara verði að þrífa hann. Þegar blandan hefur kólnað er hægt að brjóta hana með buffhamri eða kökukefli. Frábært yfir ís.