Humarsúpa (Instant pot)

Humarsúpa (Instant pot)
(1)

500 g humar (skelbrot)

2 msk smjör

cayenne pipar

1 lítill laukur

2 gulrætur

2 stilkar sellerí

2 hvítlauksrif

3 lárviðarlauf

10 heil svört piparkorn

2 lítrar vatn

4 teningar kjúklingakraftur

2 msk humarsúpugrunnur (1 bréf)

2 msk tómatpúrra

0,5 dl sherry

2 dl þurrt hvítvín

2,5 dl matreiðslurjómi

4 msk hveiti hrist með vatni til að þykkja

Skelhreinsið humar og setjið til hliðar.

Steikið humarskeljar upp úr 3 dl af kjúklingasoði í djúpum potti (eða á sauté stillingu í instant pot), brúnið þær vel.

Sigtið soðið frá skeljunum og takið soðið til hliðar. Kryddið soðið með örlitlum cayenne pipar.

Humarkjötið er steikt á pönnu örsnöggt upp úr smjöri á pönnu og geymt þar til rétt áður en súpan er borin fram. Passið að steikja ekki lengi því humarinn verður seigur ef hann er steiktur of lengi.

Saxið lauk, gulrætur og sellerí gróft og steikið í pottinum með 2 msk af smjöri. Merjið hvítlauk, setjið í pottinn ásamt svörtum piparkornum og steikið í 2 mínútur í viðbót. Setjið sherry og hvítvín út í pottinn og leyfið að krauma í 1-2 mínútur til viðbótar.

Hellið öllu kjúklingasoðinu í pottinn og bætið við humarsúpugrunni, tómatmauki, lárviðarlaufum.

Hitið soðið að suðu og látið krauma við vægan hita í að minnsta kosti 3 klst (eða setjið á pressure cook í 30 mínútur).

Veiðið látviðarlaufin upp úr pottinum og maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

Nú er komið að því að þykkja súpuna en þá hveiti hrist ásamt vatni og blandan er látin út í súpuna í mjórri bunu á meðan hrært er í súpunni.

Hitið súpuna upp að suðu (sauté stilling á instant potti), setjið rjómann út í súpuna ásamt humrinum. Hitið að suðu og berið fram.