Kalkúnabringa

Kalkúnabringa
(1)

Ég geri ráð fyrir um 200- 250 g á mann af kjöti

1 stk Kalkúnabringa

nokkrar klípur smjör

kalkúnakrydd (t.d. frá Prima)

Gott er að smyrja ofnpott (ég nota steypujárnspott með loki) með örlitlu smjöri.

Þerrið og kryddið bringuna og setjið hana í smurðan pottinn. Setjið lokið yfir og látið í 200°c heitan ofn í eina klukkustund.

Best er að ganga úr skugga um að kalkúnabringan sé fullelduð með því að stinga í hana kjöthitamæli. Ef kjarnhitinn er kominn upp í 72°c er kjötið fulleldað.

Látið kjötið standa í nokkrar mínútur áður en það er skorið (Það er tilvalið að útbúa sósuna á meðan). Notið skófirnar úr pottinum út í sósuna til að bragðbæta hana.

Með þessu er gott að bera fram kalkúnafyllingu, sætar kartöflur með kornflögutopp og strengjabaunir með sultuðum rauðlauk.

Brún sósa eða sveppasósa passar einstaklega vel með kalkúnakjöti og trönuberjasósu má hafa aukalega fyrir þá sem það kjósa.