Kalkúnasósa
Háls og innmatur úr einum kalkúna
2 msk olía
1 laukur, skorinn í bita með hýðinu
1-2 sellerístönglar
1-2 gulrætur, saxaðar
1 l vatn
1 lárviðarlauf
steikarsoð af kalkúnanum
nýmalaður pipar
2 msk hveiti
salt ef þarf
Skerið lifrina og hjartað í nokkra bita og brúnið ásamt hálsinum við háan hita. Bætið við lauk, sellerí og gulrótum og steikið í smá stund.
Hellið vatninu yfir og hitið að suðu. Bætið út í lárviðarlaufi og pipar og látið sjóða við vægan hita í klukkustund. Síið soðið í skál og geymið. Þegar kalkúninn er tilbúinn er steikarfatið skafið vel til að losa um skófirnar og síið steikarsafann smám saman við soðið(fleytið fituna ofanaf).
Hitið 2-3 msk af feiti í potti og blandið hveitinu samanvið. Hellið soðinu smátt og smátt út í. Látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur og smakkið til með pipar.