Kanilkex

Kanilkex

4 dl hveiti (220 g)

2 dl sykur (170 g)

1 tsk kanill

1 tsk matarsódi

170 g smjörlíki

1/8 tsk steyttar kardimommur

2 kúfaðar msk eplamauk eða lítið egg

1/2 tsk vanilludropar

2 msk bökunarsíróp

Blanda saman öllum þurrefnum og mylja síðan smjörlíkið saman við.

Mynda brunn í miðju deiginu og hella blautu við. Hnoða vel.

Leyfið deiginu að bíða í kæli í a.m.k. klst áður en unnið er með það.

Rúlla upp kúlur og raða á bökunarpappírsklædda bökunarplötu.

Baka kökurnar við 190°c í 8-10 mínútur eða þar til þær hafa tekið fallegan gylltan lit.