Karamellu lengjur
100 g mjúkt smjör
100 g sykur
160 g hveiti
2 msk síróp
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
1 tsk engifer
Blandið öllu saman, hnoðið og skiptið deiginu í tvennt. Rúllið deiginu upp í lengjur sem passa á bökunarplötu.
Leggið lengjurnar á bökunarpappír og þrýstið aðeins á þær til að fletja þær örlítið út svo þær minni helst á flöt baguette brauð.
Bakið við 175°c í 10 mínútur eða þar til kantarnir eru farnir að taka örlítinn lit.
Leyfið lengjunum að kólna í 1-2 mínútur á bökunarplötunni áður en lengjurnar eru skornar í passlega bita.
Geymið í loftþéttu boxi.